Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Náttúruleg kennsla (0223)
Staðsetning: Menningarmiðstöðin Gerðubergi í Breiðholti.
Dagsetning og tími: 21. febrúar 2023, kl. 9:00-15.
Verð: 9.700 kr. Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur tekið þátt í námskeiðinu Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað fagaðilum, starfsfólki á leikskólum sem sinna stuðningi við börn með þroskafrávik og aðstandendum. Námskeiðið nýtist öllum en fagaðilum er sérstaklega ráðlagt að sitja námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik.
Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 30.
Lýsing:
Fjallað verður um hvað náttúruleg kennsla er og hvernig er hægt að nýta hana til að ýta undir þroska barnsins. Kynntar verða leiðir til að kenna börnum nýja færni í tjáningu og félagsfærni og draga úr óæskilegri hegðun í daglegum aðstæðum. Farið er yfir hvernig er hægt að nýta daglegar aðstæður til að skapa tækifæri til markvissrar kennslu. Þátttakendur fá í hendurnar verkfæri til að kenna barninu í daglegum aðstæðum. Jafnframt verður farið yfir hvernig er hægt að halda utan um kennsluna, skoða og skrá framfarir.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, myndböndum, verkefnum og verklegum æfingum.
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur:
- Að hafa dýpri þekkingu á náttúrulegri kennslu
- Að hafa aukna færni í notkun náttúrulegrar kennslu
- Að bera kennsl á tækifæri í daglegum aðstæðum til að ýta undir þroska, svo sem tjáningu og félagsfærni barna
Umsjón, skipulagning og kennsla:
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur, Eva Ýr Heiðberg atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir atferlisfræðingur, Katrín Sveina Björnsdóttir atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir atferlisfræðingur.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Náttúrleg kennsla lýkur 15. febrúar 2023.
Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.