Unglings- og kynþroskaárin - fræðsla fyrir foreldra (0324)

Hvar og hvenær: Ráðgjafar- og greiningarstöð, Dalshraun 1b, 220 Hafnarfirði. 25. mars 2024, kl. 9.00 - 11.00.

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna með skerta færni sem þurfa umtalsverða íhlutun og aðstoð í daglegu lífi.

Hámarksfjöldi:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi 12

Lýsing:
Breytingar sem fylgja unglingsárum og kynþroska hjá börnum eru gjarnan miklar. Það eru mörg atriði sem þarf að huga að við þessi tímamót. Rætt verður um þetta tímabil í lífi barnanna og um leiðir hvernig haga mætti félagsfærniþjálfun og kynfræðslu til að efla þau til frekari sjálfstæðis. Námskeiðið byggist á fyrirlestri og umræðum.

Markmið:
Að gefa foreldrum innsýn inn í leiðir með hvaða hætti þau geta styrkt færni sýna í að styðja börn sín í gegnum þetta tímabil.

Umsjón:
Ingólfur Einarsson barnalæknir
María Jónsdóttir félagsráðgjafi

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar:

Skráningu á námskeiðið Unglings- og kynþroskaárin - fræðsla fyrir foreldra lýkur 23. mars 2024, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu.

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.