Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Kynþroskaárin (1022)
Staðsetning: Bókasafn Kópavogs, aðalsafn.
Dagsetning og tími:
17. október 2022 kl. 09:00-12:00 (4 kennslustundir).
Verð: 4.500 kr
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er eingöngu ætlað foreldrum/aðstandendum barna með þroskafrávik sem eru á aldrinum 10-18 ára.
Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi 12.
Lýsing
Fjallað er um kynþroskann hjá börnum og ungmennum og helstu áskoranir og álag sem foreldrar/aðstandendur upplifa oft í kringum þetta aldursskeið í lífi barna sinna. Farið er yfir að hverju þarf að hyggja og mikilvægi forvarna. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum.
Markmið
Að foreldrar/aðstandendur fái innsýn um leiðir sem hægt er að fara til að undirbúa og styðja börn sín á kynþroskaárunum. Hverju þarf að huga að í tengslum við þetta aldurskeið og deili reynslu sinni með öðrum foreldrum sem eru að fást við sama viðfangsefni í uppeldi barna sinna.
Umsjón
María Jónsdóttir, félagsráðgjafi
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið „Kynþroskaárin“ lýkur 10. október 2022. Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.