Klókir litlir krakkar (vor2022)

Staðsetning: Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a, Kópavogi. 

Dagsetning og tími: Vorönn 2022;  3. mars, 10. mars, 17. mars,  24. mars,  7. apríl og 14. apríl 2022

Verð f. aðstandendur: 19.400 kr.

Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á einhverfurófi sem eru á aldrinum fjögurra til átta ára. Efnið hefur verði aðlagað að einkennum einhverfu.

Námskeiðið Klókir litlir krakkar hefur verið notað til þess að draga úr kvíðaeinkennum hjá börnum hérlendis og erlendis um árabil með góðum árangri. Markmið námskeiðs er að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni barna sinna og draga úr óöryggi þeirra. Vonast er til að með slíku námskeiði verði hægt að minnka kvíðaeinkenni barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir.

Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að vinna með kvíðaeinkenni barna sinna. 

Mikilvægt er að foreldrar geti mætt í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið.

Námskeiðið Klókir litlir krakkar, sem er fyrir foreldra barna á einhverfurófi, hefur verið notað til þess að draga úr kvíðaeinkennum hjá börnum hérlendis og erlendis um árabil með góðum árangri. Markmið námskeiðs er að fræða foreldra um eðli kvíða og kenna þeim leiðir til að takast á við kvíðaeinkenni barna sinna og draga úr óöryggi þeirra. Vonast er til að með slíku námskeiði verði hægt að minnka kvíðaeinkenni barna og í sumum tilfellum koma í veg fyrir að börn þrói með sér kvíðaröskun seinna meir.

Rík áhersla er lögð á umræður og virka þátttöku foreldra til að tryggja að efnið nýtist hverjum og einum sem best. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að vinna með kvíðaeinkenni barna sinna. 

Mikilvægt er að foreldrar geti mætt í alla tímana og mælt er með því að báðir foreldrar sæki námskeiðið.