Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt
Flýtilyklar
Kennum nýja færni (0423)
Staðsetning: Menningarmiðstöðin Gerðuberg, Breiðholti. Hólar.
Dagsetning og tími: 12. apríl 2023 kl. 9:00 - 15:00. 7 kennslustundir.
Verð: Fagaðili: 20.500, aðstandandi (foreldri): 6.200
Hverjum er námskeiðið ætlað?
Er ætlað aðstandendum, starfsfólki og ráðgjöfum vegna leikskólabarna sem mögulega hafa frávik í þroska.
Áhersla er lögð á hvað barnið getur gert nú og hvaða færni við getum kennt barninu sem gagnast því ásamt því að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.
Hámarksfjöldi þátttakenda:
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi þátttakenda 14.
Lýsing:
Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir við kennslu nýrrar færni og hvernig minnka má óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.
Markmið:
Að þátttakendur þekki leiðir til að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun barna með þroskafrávik
Umsjón, skipulagning og kennsla:
Anna Marín Skúladóttir, atferlisfræðingur, Eva Ýr Heiðberg, atferlisfræðingur, Herdís Ingibjörg A. Svansdóttir atferlisfræðingur, Katrín Sveina Björnsdóttir atferlisfræðingur, Lilja Árnadóttir atferlisfræðingur.
Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar
Skráning í námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Skráningu á námskeiðið Kennum nýja færni lýkur 8. apríl 2023.
Greiðsluseðlar verða þá sendir í innheimtu og þurfa þátttakendur að vera búnir að greiða fyrir eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.
Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.