Allt um ástina - staðbundið og fjarkennsla (0823)

Staðsetning: Bókasafn Kópavogs og í fjarfundi (Zoom)

Dagsetning og tími: 17. ágúst 2023 kl. 9:00 - 14:00. 6 kennslustundir.

Verð: Fagaðili: 21.200

Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað kennurum og starfsfólki sem kenna ungmennum með frávik í taugaþroska á starfsbrautum í framhaldsskóla.

Hámarksfjöldi þátttakenda
Á þessu námskeiði er hámarksfjöldi 15

Lýsing
Allt um ástina er námskeið ætlað kennurum og starfsfólki sem kenna ungmennum með frávik í taugaþroska á starfsbrautum í framhaldsskólum landsins. Námsefnið spannar 20 kennslustundir (hver kennslustund er 45 mín). Á námskeiðinu verður farið  yfir verkefnabók sem skólar sem vilja kenna efnið þurfa sjálfir að kaupa áskrift að.  Verkefnabókin byggist á ýmsum verkefnum og gagnvirkum leikjum. Efnistökin í verkefnabókinni fjalla um ástarmálin út frá ýmsum hliðum, samanber hvað er daður, hvernig kynnist maður öðrum með náin sambönd í huga og hvað greinir á milli heilbrigðra og óheilbrigðra ástarsambanda. Þá er einnig fjallað um kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma og um muninn á kynlífi og klámi. Einnig er reifaðir þættir um lög og reglur í tengslum við ólögleg sambönd. Þá er fjallað um netið og hvernig megi stunda örugg samskipti í raun- og netheimi með uppbyggjandi hætti.

Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum og verkefnavinnu (úr verkefnabókinni sem ætluð er nemendum) og umræðum. 

Markmið
Efla færni kennara til að kenna námsefnið Allt um ástina. 

Umsjón
María Jónsdóttir félagsráðgjafi
Thelma Rún van Erven sálfræðingur

Námskeiðsgjöld og greiðsluskilmálar

Skráningu á námskeiðið Allt um ástina lýkur 12. ágúst 2023, en hægt verður að skrá sig á biðlista eftir það ef það er laust pláss. Eingöngu er hægt að ljúka skráningu með debet- eða kreditkortagreiðslu. 

Forföll/afskráningu þarf að tilkynna skriflega viku fyrir námskeiðsdag með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is og fær þá skráður þátttakandi fulla endurgreiðslu. 

Nánari upplýsingar um greiðsluskilmála ásamt skráningar- og umsýslugjaldi má finna hér.