Flest námskeiðin eru haldin í Menningarhúsi Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík, eða í húsnæði Greiningarstöðvarinnar að Digranesvegi 5 í Kópavogi. Sjá nánar í námskeið á næstunni.
Skráning
Skráningu á námskeið lýkur tveimur vikum fyrir námskeiðsdag. Greiningarstöð áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast.
Tilkynna þarf forföll eða aðrar breytingar skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið. Nánari upplýsingar má finna hér.
Verð og greiðslufyrirkomulag
Þar sem gefin eru upp tvö verð gildir hærra verðið fyrir fagfólk og hið lægra fyrir foreldra og nána aðstandendur. Sama þátttökugjald gildir hvort sem þátttakandi er á námskeiðsstað eða situr námskeiðið í fjarfundi.
Greiðsluseðlar eru sendir í innheimtu tveimur vikum fyrir námskeiðsdag. Þátttakendur þurfa að vera búnir að greiða fyrir þáttöku á eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið. Sjá nánar um greiðsluskilmála hér.
Mörg stéttar- og fagfélög veita félagsmönnum sínum námskeiðsstyrki og hvetjum við þátttakendur til að kanna það hjá sínu félagi.
Námsgögn
Námsgögn eru afhent við upphaf námskeiðs. Í lokin eru þátttakendur beðnir að meta námskeiðið á þar til gerðum matsblöðum. Niðurstöðurnar eru nýttar til að bæta og þróa námskeið Greiningarstöðvar. Viðurkenningarskjöl til staðfestingar á þátttöku eru afhent í lok hvers námskeiðs.