Hverjum er vísað á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Þegar grunur vaknar um alvarlegar þroskaraskanir hjá barni, hefst ferli athugana og rannsókna sem getur leitt til tilvísunar.

Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að sinna greiningu og ráðgjöf vegna barna með alvarlegar þroskaraskanir, sem geta leitt til fötlunar og leiðbeina um meðferðar- og íhlutunarleiðir til þess að draga megi sem mest úr afleiðingum fötlunar.

Þegar um alvarlegan meðfæddan vanda er að ræða, er barni vísað fljótlega eftir fæðingu, jafnvel beint af fæðingar- eða barnadeild.  Þar má til dæmis nefna börn með alvarlegan vanda er tengist byggingu og starfsemi miðtaugakerfisins. Algengustu ástæður tilvísana ungra barna á aldrinum 0-2 ára sem vísað er á Greiningarstöð eru hreyfihamlanir, almennur seinþroski, einhverfa og blinda.

Grunur um frávik í þroska getur einnig vaknað í ungbarnaeftirliti eða þegar barn byrjar í leikskóla. Ef athuganir og þroskamælingar staðfesta alvarleg frávik, leiða slíkar athuganir til tilvísunar. Á þessum aldri eru algengustu ástæður tilvísana grunur um þroskahömlun eða einhverfu.

Frávik í þroska og aðlögun grunnskólabarna hafa í vaxandi mæli leitt til frekari athugana og tilvísana á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Með aukinni þekkingu á þroska- og námsferli barna og skilningi á mikilvægi góðrar aðlögunarfærni og velgengni í félagslegum samskiptum hafa fleiri börn og unglingar komið í athuganir á vegum sérfræðiþjónustu skóla. Þegar grunur leikur á að um þroskahömlun og/eða einhverfurófsröskun geti verið að ræða er barni eða unglingi vísað á Greiningar- og ráðgjafarstöð til frekari athugana og ráðgjafar.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur
Sími 510 8400 | Fax 510 8401
Kennitala: 570380-0449

Skiptiborð er opið virka daga
frá kl. 8.30-12.00 og 13.00-15.00

Staðsetning

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði