Ráðstefnan Daglega lífið: Fötlun, fjölskyldur og sjálfræði

Daglega lífið: Fötlun, fjölskyldur og sjálfræði.
Daglega lífið: Fötlun, fjölskyldur og sjálfræði.

Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræði Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu þann 11. nóvember næstkomandi kl. 09:00 - 15:00 á Grand Hóteli Reykjavík. Á ráðstefnunni verður rýnt í mikilvæga þætti sem varða fötlun, fjölskyldulíf og sjálfræði. Aðalfyrirlesari er dr. David McConnell prófessor við Alberta háskóla í Kanada en hann er leiðandi fræðimaður á sviði rannsókna um fjölskyldur og fötlun. Að ráðstefnunni lokinni verður haldinn aðalfundur Félags um fötlunarrannsóknir.

Ráðstefnugjald er 7500 kr og skráning fer fram á vefsvæði Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér.

Frekari upplýsingar um einstaka fyrirlesara og erindi á ráðstefnunni er að finna á facebook síðu ráðstefnunnar. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með þar.