Námskeið á næstunni

Ertu búin að skoða námskeiðsdagskrá haustannar? Við bendum á að í október og nóvember eru eftirfarandi námskeið í boði:

Tákn með tali, grunnnámskeið, 17. október kl. 09:00 - 16:00
Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik, 30. október kl. 09:00 - 16:00
AEPS færnimiðað matskerfi, 1. og 2. nóvember kl. 09:00 - 16:00
Röskun á einhverfurófi I, grunnnámskeið, 16. nóvember kl. 09:00 - 14:00

Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.

Við viljum benda á að það er orðið fullt á námskeiðið „Klókir litlir krakkar“ sem hefst 19. október n.k. Hægt er að skrá sig á lista vegna næsta námskeiðs með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is. Upplýsingar sem þurfa að berast eru nafn barns og kennitala ásamt nafni og símanúmeri foreldris/forráðamanns. Þeir sem skrá sig á listann fá sendan tölvupóst þegar búið er að dagsetja næsta námskeið.

Einnig er hægt að skrá sig á lista fyrir námskeiðið „Klókir krakkar“ með því að senda tölvupóst á fraedsla@greining.is. Upplýsingar sem þurfa að berast eru nafn barns og kennitala ásamt nafni og símanúmeri foreldris/forráðamanns. Þeir sem skrá sig á listann fá sendan tölvupóst þegar búið er að dagsetja næsta námskeið.