Frábærir hlutir gerast - nýtt myndband um einhverfu

Fræðslumyndband um einhverfu
Fræðslumyndband um einhverfu

Myndbandið „Amazing Things Happen“ hefur nú verið talsett á íslensku og kallast: „Frábærir hlutir gerast“. Þetta fræðslumyndband er ætlað til að efla vitund fólks um einhverfu, einkum ungs fólks þannig að í framtíðinni megi stuðla að auknum skilningi almennings og virðingu gagnvart börnum og fullorðnum á einhverfurófi. Myndin er ætluð til áhorfs, umræðu og dreifingar að kostnaðarlausu fyrir alla. Sérstaklega er horft til þess að hún nýtist foreldrum og kennurum.

Vefsíða um verkefnið þar sem hægt er að velja að horfa á myndbandið með íslensku tali, smellið hér

Á YouTube er hægt að finna myndbandið bæði með íslensku tali og texta, smellið hér

Á vefsíðu Einhverfusamtakanna má finna fjölbreytt fræðsluefni um einhverfu, smellið hér