Þroskaþjálfanemar frá háskólanum í Lillehammer

Háskólinn í Lillehammer, Noregi
Háskólinn í Lillehammer, Noregi

Tveir þroskaþjálfanemar frá háskólanum í Lillehammer í Noregi eru nú í verknámi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Nemarnir Nicolai Sönsteby og Lars Peter Hösöien eru á síðasta ári í þroskaþjálfanámi og verknámstímabilið hér á landi er frá 20. október til 19. desember.
Aðaláherslur í verknáminu hér eru að kynnast snemmtækri atferlisíhlutun og starfsemi stofnunarinnar. Með samvinnu við leikskólann Suðurborg í Reykjavík og leikskólann Sjáland í Garðabæ hafa þeir fengið tækifæri til að setja upp áætlanir og þjálfa eftir aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Leiðbeinendur á Greiningar- og ráðgjafarstöð eru Agnes Elídóttir þroskaþjálfi og ráðgjafi í atferlisþjálfun og Steinunn Hafsteinsdóttir atferlisfræðingur.
Við óskum Nicolai og Lars Peter velfarnaðar í störfum sínum og þökkum starfsfólki leikskólanna fyrir þeirra framlag og samvinnu.