Special Care 2017 ráðstefna.

English version below.

Nú styttist í ráðstefnuna SpecialCare2017 en hún verður haldin í Hörpu dagana 17. og 18. ágúst n.k.. Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum og hins vegar um munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir.

Vakin er athygli á að í tengslum við ráðstefnuna verður haldin vinnustofa (workshop) daginn áður, þann 16. ágúst kl. 13:00 - 16:00 í Hringsal Barnaspítala Hringsins. Vinnustofan er ætluð fagfólki sem vinnur með næringar- og fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum. Aðalgestur er Dr. Charlotte Wright, prófessor í samfélagsbarnalækningum og sérfræðilæknir hjá Royal Hospital for Sick Children í Glasgow. Charlotte er rannsakandi og ráðgefandi sérfræðingur á sviði næringar og vaxtar ungra barna.

Í vinnustofunni verður fjallað að mestu leyti um börn með mikla fæðuinntökuerfiðleika og aðferðaleiðir við að venja þau af sondu.

Dagskrá vinnustofunnar (hún fer fram á ensku):
13:00-14:15
Hvaða börn þurfa aðstoð við næringu og fæðuinntöku og af hverju?
Hver eru lykilatriði í að venja af sondu (tube weaning)?
Hratt eða rólega - hvernig velur þú leiðina?
Að venja af sondu, árangur og hindranir.

14:15-14:15
Kaffi og léttar veitingar

14:15-16:00
Umræða um „Glasgow weaning protocol“, ber aðferðin árangur?
Umræða um tilfelli (cases).

Charlotte hvetur þátttakendur til að taka þátt í umræðum og að koma með áhugaverð tilfelli til að ræða.

Gestir ráðstefnunnar greiða ekki þátttökugjald en gjald fyrir aðra er 7.500 kr. Innifalið er kaffi og léttar veitingar.

Skráning í vinnustofuna fyrir aðra en gesti ráðstefnunnar fer fram hér.

The SpecialCare2017 conference is coming up! We would like to invite you to participate in a pre-conference half day workshop on the 16th of August. This workshop will be free of charge for those attending the SpecialCare2017 conference, 17th and 18th August at Harpa in Reykjavik. Those not attending the conference are also welcome for some minimum fees.

This workshop is intended for multidisciplinary professionals working in the field of feeding difficulties i neonates, infants and children. Dr. Charlotte Wright professor and pediatrician will lead the workshop and the language is english.

Workshop programme:
13:00-14:15
Who are these children and why do they need help?
What are the key principles of tube weaning?
Fast or slow – how to you choose?
What makes slow weaning succed or fail?

14:15-14:45
Coffee/tee and light refreshments

14:45-16:00
Discussion of Glasgow weaning protocol – is it fit for purpose?
Case studies.

Participants are encouraged to engage in the discussion about the cases that will be presented and share own experience of cases.

Date and timing: Wednesday, 16. August 2017, in the afternoon 1-4 pm.

Venue: At the Children´s Hospital in Reykjavik called, “Barnaspítali Hringsins”. Address: Landspitalinn, v/Hringbraut, 101 Reykjavík.

Registration for the workshop for those NOT attending the conference is here.