Skráning á vorráðstefnu Greiningarstöðvar stendur yfir

Skráning á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðar ríkisins 2016 er í fullum gangi þessa dagana. Yfirskriftin er Litróf fatlana - Sjaldan er ein báran stök og verður ráðstefnan haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 12.-13. maí næst komandi.

Dagskráin er fjölbreytt að vanda. Fjallað verður um helstu fötlunarhópana og fylgiraskanir þeirra auk þess sem nýjungar í erfðafræðirannsóknum og áskoranir sem tengjast sjaldgæfum fötlunum verða kynntar. Sjónum verður einnig beint að íhlutun og úrræðum sem miða að aukinni færni og bættum lífsgæðum fyrir bæði fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Við vonumst til að sem flestir gefi sér tíma til að staldra við í Miðgarði Grand Hótels að lokinni dagskránni þann 12. maí því vorráðstefnan er ekki síst vettvangur fyrir óformlegt spjall og kynni þátttakenda.

Dagskrá ráðstefnunnar má skoða hér 

Skráning fer fram hér.