Sálfræðingur óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Sálfræðingur óskast til starfa á fagsviði yngri barna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Sviðið sinnir börnum á aldrinum 0-6 ára.

Starfssvið
• Greining, ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarlegar raskanir í taugaþroska.
• Vinna í þverfaglegu teymi.
• Þátttaka í fræðslu og rannsóknarstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Starfsleyfi sem sálfræðingur á Íslandi.
• Góð þekking og reynsla af notkun helstu greiningartækja vegna greiningar þroskahömlunar og einhverfu.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.

Um er að ræða 80-100%  starfshlutfall og gott að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við ríkissjóð.

Sjá nánar auglýsingu á Starfatorgi