Ný skýrsla: Endurmat á stuðningsþörf

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur gefið út skýrslu Endurmat á stuðningsþörf. Aðdragandi - Framkvæmd - Niðurstöður. Í skýrslunni er fjallað um endurmat sem fram fór árið 2014 á stuðningsþörf fatlaðra sem fengu slíkt mat árið 2010.
Við yfirfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga árið 2010 var ákveðið að innleiða samræmt mat á stuðningsþörf fatlaðs fólks, Supports Intensity Scale. Matskerfið er gefið út af American Association on Intellectual and Developmental Disabilities og er vel rannsakað, með sterkan fræðilegan bakgrunn og notað víða um heim til að meta stuðningsþörf fatlaðra. Matskerfið hefur verið þýtt, staðfært og staðlað á Íslandi. Niðurstöður matsins sýna á hlutlægan og faglegan hátt fram á stuðningsþörf á mikilvægum sviðum daglegs lífs, miðað við fulla þátttöku og óskir hvers og eins.
Greiningarstöð hefur unnið mat á stuðningsþörf fatlaðra fyrir innanríkisráðuneytið; Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ábyrgðarmaður verkefnisins er Dr. Tryggvi Sigurðsson sérfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, hann er höfundur skýrslunnar ásamt Dr. Guðmundi Arnkelssyni, Háskóla Íslands.

Skýrsla: Endurmat á stuðningsþörf. Aðdragandi - Framkvæmd - Niðurstöður. (október 2015)
Skýrsla: Mat á stuðningsþörf. Aðdragandi - Framkvæmd - Niðurstöður. (apríl 2011)