Ný grein um snemmtæka íhlutun fyrir ung börn með einhverfrófsröskun í Evrópu

Nýlega birtist í vefútgáfu tímaritsins „autism“ greinin „Use of early intervention for young children with autism spectrum disorder across Europe“ Greinin byggir á niðurstöðum spurningakönnunar sem fór fram í 18 Evrópulöndum þar á meðal á Íslandi. Markmiðið var að afla upplýsinga um hvaða aðferðir væru nýttar við snemmtæka íhlutun barna með einhverfu, um fjölda tíma á viku sem börnin nutu tiltekinnar íhlutunar, um þá þætti sem spá fyrir um eðli og magn íhlutunar, um þjálfun og ráðgjöf sem foreldrar njóta o.fl. Um var að ræða könnun sem fór fram á netinu með milligöngu félaga einhverfra í hverju landi fyrir sig. Þátttaka var misjöfn eftir löndum en hún var hlutfallslega best hér á landi. Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er einn af meðhöfundum greinarinnar sem er afrakstur COST Evrópusamstarfs (sjá nánar: http://cost-essea.com/ )

Hér má finna vefútgáfu af greininni: Use of early intervention for young children with autism spectrum disorder across Europe