Landssamtökin Þroskahjálp funda með dómsmálaráðherra

Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í morgun með Sigríði Á.  Andersen, dómsmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmsar ráðstafanir og aðgerðir sem Landssamtökin Þroskahjálp telja að stjórnvöld þurfi að grípa, til eigi þau að standa við skuldbindingar sínar varðandi mannréttindi sem kveðið er á um í fjölþjóðlegum samningum sem Ísland hefur undirgengist.

Á fundinum var einnig rætt um skýrslu vistheimilanefndar um Kópvogshælið, framkvæmd við greiðslu sanngirnisbóta og tillögur til úrbóta sem vistheimilanefnd setur fram í skýrslunni og hvað íslensk stjórnvöld geti gert og þurfi að gera til að hrinda þeim tillögum í framkvæmd.

Upprunaleg frétt á vefsíðu Þroskahjálpar