Innsend erindi - Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma

Við vekjum athygli á því að frestur til að skila inn ágripum hefur verið framlengdur og rennur út 22. apríl nk.

Kallað er eftir áhugaverðum erindum sem tengjast málefnum sjaldgæfra sjúkdóma, heilkenna eða fatlana. Þar sem um þverfaglega ráðstefnu er að ræða er óskað eftir fjölbreyttri nálgun á efninu og því um að gera að nýta tækifærið til að kynna fyrir góðum hópi. Sjá nánar meðfylgjandi leiðbeiningar á ensku

Ef einhverjar spurningar koma upp má senda fyrirspurnir til Ingólfs Einarssonar barnalæknis og sviðsstjóra fagsviðs langtímaeftirfylgdar ingolfur@greining.is

Sjá einnig á heimasíðu ráðstefnunnar: http://www.harvinaiset.fi/Helsinki2014/CallforPapers