Framtíðarheimili - ekki búsetuúrræði!

Málþing Einhverfusamtakanna 2017
Málþing Einhverfusamtakanna 2017

Árlegt málþing Einhverfusamtakanna verður haldið þann 25. mars næst komandi kl. 13:00 - 15:00 í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík. Dagskráin er fjölbreytt og umfjöllunarefnið er mannréttindi og húsnæðismál.

Flutt verða sjö erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður. Málþingið er opið öllum og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá má finna á heimasíðu Einhverfusamtakanna og á viðburðasíðu fésbókarinnar.