BLÁI DAGURINN 10. APRÍL

Styrktarfélag barna með einhverfu í samstarfi við Einhverfusamtökin og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins standa nú í annað sinn fyrir stuðningsátakinu BLÁR APRÍL en meginmarkmið þess er vitundarvakning um málefni einhverfra og söfnun fjár til styrktar börnum með einhverfu.

BLÁI DAGURINN Á GREININGAR- OG RÁÐGJAFARSTÖÐ

Dagurinn hófst með starfsmannafundi þar sem starfsmenn mættu í einhverju bláu, gæddu sér á morgunverði við blá kertaljós og fengu bláar servíettur í tilefni dagsins.

"Lífið er blátt á mismunandi hátt"

Lífið er blátt á mismunandi hátt

Lífið er blátt á mismunandi hátt

Lífið er blátt á mismunandi hátt

Lífið er blátt á mismunandi hátt

BLÁI DAGURINN 10. APRÍL

Blár er jafnan skilgreindur sem litur einhverfunnar og apríl er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar um einhverfu (e. Autism Awareness Month) þar sem mörg þekktustu kennileiti heims eru lýst upp í bláum lit. Degi einhverfunnar er sérstaklega fagnað en í ár bar hann upp á skírdag og því er haldið upp á bláa daginn föstudaginn 10. apríl. Skólar og fjölmörg fyrirtæki ætla að sýna stuðning í verki með því að hvetja sitt fólk til að klæðast bláu, bjóða upp á bláar veitingar og/eða hafa innanhúss samkeppni um mesta blámann. Góð stemmning myndaðist hjá þeim sem tóku þátt í fyrra og sérstaklega þótti okkur vænt um það þegar myndum frá deginum var deilt á heimasíðum og samfélagsmiðlum með kennimerkinu #blarapril (ath. gjarna má deila myndum á facebook síðu styrktarfélagsins á http://facebook.com/einhverfa).

STYRKTARSÖFNUNIN

Í upphafi hvers árs velur Styrktarfélag barna með einhverfu eitt málefni til að styrkja með því fjármagni sem safnast það árið en allt styrktarfé rennur óskipt til málefnisins. Í ár mun allt styrktarfé renna óskipt til námskeiðahalda fyrir einhverf börn og aðstandendur þeirra, sem haldin verða í samráði við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, til að gera bæði börnunum sjálfum og foreldrum þeirra betur kleift að takast á við daglegar áskoranir.

Einstaklingar geta lagt söfnuninni lið með með því að hringja í síma 902-1010 og þá renna 1000 kr. til málefnisins. Þá eru fyrirtæki einnig hvött til að leggja sitt af mörkum með frjálsum framlögum inn á reikning styrktarfélagsins (kennitala: 440413-2340 og reikningsnúmer: 111-15-382809).