Barnaverndarþing 2016

Barnaverndarþing 2016 verður haldið 7. október nk. kl. 8:00 til 16:30 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift þingsins er Öryggi barna - ný hugsun - ný nálgun og mun forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setja þingið. Þrír erlendir sérfræðingar, þau Nicky Stanley, Lorraine Radford og Matthew McVarish flytja erindi auk íslenskra sérfræðinga. Þá verður mynd Matthew McVarish "To kill a Kelpie" (Að drepa Nykur) sýnd í Bíó Paradís kl. 17:30 - 19:30.

Nánari upplýsingar um þingið, fyrirlesara, dagskrá, ráðstefnugjald og skráningu eru að finna á vefsíðu Barnaverndarstofu. Skráning er hafin.