Bætt þjónusta hjá Sjúkratryggingum Íslands - hjálpartæki

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí næst komandi.

Um er að ræða eftirtalin fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sinna munu viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja: Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september næst komandi.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sjúkratrygginga www.sjukra.is