Alþjóðlegur dagur einhverfu - virðing, samþykki, þátttaka

Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl. Í tilefni dagsins setja Evrópsku einhverfusamtökin af stað langtíma kynningarátak undir slagorðunum: virðing, samþykki, þátttaka (e. respect, acceptance, inclusion).
 
Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar og stuðla að auknum skilningi á því hvernig er að vera einhverfur. Samtökin leggja sérstaka áherslu á að það sé ekki nóg að auka vitund almennings heldur er nauðsynlegt að samfélagið virði og samþykki einhverft fólk og geri því kleift að vera virkir þátttakendur á öllum sviðum mannlífsins.
 
Á þessum degi, þann 2. apríl vilja Evrópsku einhverfusamtökin hvetja alla til að beita sér fyrir því að fjarlægja þær hindranir sem eru í veginum fyrir þátttöku einhverfra í samfélaginu og hafa þannig í hávegum þau réttindi og gildi sem koma fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
 
Hægt er að taka þátt í átakinu með því að smella á hlekkinn hér
 
Hér má finna vefsíðu Evrópusamtakanna um einhverfu