Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfu 2. apríl
Alþjóðlegur dagur einhverfu 2. apríl

Í dag er alþjóðlegur dagur einhverfu. Evrópusamtök um einhverfu vilja í ár vekja athygli á nauðsyn þess að gera samfélagið aðgengilegt fyrir fólk á einhverfurófi. Einhverfusamtökin hér á landi eru aðili að Evrópusamtökunum og taka í sama streng með herferðinni: „Brjótum múra, bætum hag fólks á einhverfurófi - Byggjum aðgengilegt samfélag“

Samtökin óska eftir ábendingum frá fólki um þær hindranir sem það er að kljást við í daglegu lífi. Hægt er að senda skilaboð eða tölvupóst á einhverfa@einhverfa.is

Ábendingunum verður síðan safnað saman og notaðar í stefnumótun Einhverfusamtakanna

Vefsíða Einhverfusamtakanna, smellið hér

Vefsíða Evrópusamtakanna, smellið hér