Alþjóðadagur fatlaðra er 3. desember

Heimsmarkmiðin 17
Heimsmarkmiðin 17

Allt frá 1992 hafa Sameinuðu þjóðirnar fagnað alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember ár hvert. Þemað í ár tengist heimsmarkmiðunum 17 um sjálfbæra þróun en þau tóku gildi í byrjun árs 2016. Í 11 markmiðum felst meðal annars það að tryggja jöfnuð og þátttöku fatlaðs fólks í samfélögum um allan heim fyrir árið 2030.

Í tengslum við markmiðin er stefnt að því að meta stöðuna hvað varðar innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en Alþingi Íslendinga samþykkti þann 20. september síðast liðinn að fullgilda samninginn.

Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks má finna hér

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun má finna hér