Önnur námskeið og viðburðir

PECS myndrænt boðskiptakerfi grunnnámskeið

Dagana 12. og 13. febrúar verður haldið námskeið í PECS (Picture Exchange Communication System) sem er myndrænt boðskiptakerfi og óhefðbundin tjáskiptaleið. PECS er þróað af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu þar sem áherslan er á að þjálfa frumkvæði í samskiptum.

Námskeið á Akureyri

Í mars verður boðið upp á námskeiðið AEPS færnimiðað matskerfi í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið verður 14. og 15. mars 2019 frá 09:00 - 15:00 báða dagana.

PECS myndrænt boðskiptakerfi - framhaldsnámskeið 31. október 2018

Miðvikudaginn 31. október næst komandi verður haldið framhaldsnámskeið í PECS, myndrænu boðskiptakerfi. Námskeiðið er haldið í Reykjavík frá 09:00-12:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS.

PECS myndrænt boðskiptakerfi - grunnnámskeið í október 2018

Dagana 9. og 10. október næst komandi verður haldið námskeið í PECS, myndrænu boðskiptakerfi. Námskeiðið er haldið í Reykjavík frá kl. 09:00 - 12:00 báða dagana. Á námskeiðinu verður fjallað um fræðilegan grunn og þær aðferðir sem eru notaðar til að þjálfa stigin sex í PECS.

Ráðstefna: Mat á stuðningsþörf barna

Miðvikudaginn 20. júní verður haldin ráðstefna um Mat á stuðningsþörf barna, The Supports Intensity Scale - Children‘s Version (SIS-C) á Grand Hótel Reykjavík.

Námskeið: CAT-kassinn og CAT-appið

Föstudaginn 9 mars kl. 09:00- 15:30 verður haldið námskeið í Gerðubergi um CAT-kassann og CAT-appið.

PECS myndrænt boðskiptakerfi - grunnnámskeið í febrúar 2018

Dagana 15. -16. febrúar næst komandi verður haldið grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) en það er óhefðbundin tjáskiptaleið þróuð fyrir einhverf börn.

Námskeið á Akureyri

Í febrúar verður boðið upp á námskeiðið „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik“ í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.

Lubbanámskeið 29. september

Við vekjum athygli á námskeiðinu „Lubbi í leikskólaastarfi og tenging við grunnskóla: skapandi og árangursrík vinna með mál, tal og læsi“ sem haldið verður föstudaginn 29. september n.k. í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Klókir litlir krakkar - skráning að hefjast

Námskeiðið „Klókir litlir krakkar“ sem ætlað er foreldrum barna með þroskafrávik á aldrinum 4-8 ára (fædd 2009-2013), verður á dagskrá á haustönn 2017 og hefst 19. október n.k.