PECS Myndrænt boðskiptakerfi - grunnnámskeið í september 2017

Dagana 14. -15. september næst komandi verður haldið grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) en það er óhefðbundin tjáskiptaleið þróuð fyrir einhverf börn. Sá sem notar PECS lærir að nota mynd til þess að biðja um hlut/athöfn og annað sem hann hefur þörf á að tjá sig um.

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, dagana 14. og 15. september kl. 9:00–12:00. Þátttökugjald er 18.000 (foreldar greiða 12. þúsund). Umsjón hefur Sigrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfi. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: diddakr@internet.is fyrir 7. september.

Allar nánari upplýsingar má finna hér